Það eru nokkur skref sem þarf að taka til þess að tengja DK og Booking Factory saman.
Samantekt:
Sækja Bearer token frá DK og setja inn í Booking Factory og velja hvernig tengingin á að virka
Stofna sölumanninn pms í DK
Stofna DK tengingu í Booking Factory
Stofna accounting categories í Booking Factory fyrir Rates og Extras og tengja þá við DK með vörunúmeri
Stofna accounting categories í Booking Factory fyrir greiðslumáta og tengja þá við DK með númer greiðslumála
Hengja réttann accounting category á Extras í Booking Factory
Hengja réttann accounting category á Custom Payment Types í Booking Factory
Hengja réttann accounting category á Rate Plans í Booking Factory
Skref fyrir skref leiðbeiningar
Stillingar sem þarf að setja upp í DK
Fá Bearer token frá starfsmanni DK
2. Byrja þarf að stofna starfsmanninn pms (með litlum stöfum) undir :
Starfsmenn - Starfsmenn - INS Ný.
Nóg er að fylla inn í dálkana númer og heiti.
3. Því næst er sölumaðurinn pms stofnaður undir :
sölueikningar - sölumenn - INS NÝ - dálkarnir númer, starfsmaður og nafn á reikningi fylltir inn.
Booking Factory - stillingar
Byrja þarf að stofna tenginguna við DK með Bearer Token sem starfsmaður DK útvegaði :
Settings - Finance - Accounting Systems - Add Accounting system - Valið DK -
Bearer Toke: kóði sem fenginn er hjá starfsmanni Dk.
Printed Receipt: Ef hakað er í þennan reit þá flæða reikningarnir yfir í dk sem prentaðir reikningar.
Ef að reikningar eiga að flæða óprentaðir yfir í Dk þá er sleppt því að haka í þennan reit.
Identical Customer: Þessi reitur er ætlaður þeim sem vilja nota staðgreiðslukúnna í DK fyrir allar einstaklingsbókanir eða allar þær bókanir sem ekki fara á kennitölu fyrirtækis.
Check customer in DK: Ef hakað er í þennan reit þá athugar Booking Factory hvort að viðskiptavinur sé nú þegar til í DK, ef hann er ekki til þá kemur villumelding í folio report og reikningurinn sendist ekki yfir í DK fyrr en viðskiptamaður er stofnaður í DK.
Ef ekki er hakað í þennan reit þá stofnar Booking Factory nýjan viðskiptamann í DK á kennitölu sem skráð er í Booking Factory.
Skuldunautar tengjast á milli kerfanna með skuldunautanúmeri í DK við kennitölu (National ID Number) í Booking Factory.
Identical Customers Number: Þetta á bara við ef hakað er í Identical customer reitinn, þá þarf að skrá hér kennitölu staðgreiðslukúnna úr DK (oftast 0000000000 eða 9999999999)
Department: Ef að DK reikningurinn er með nokkrar deildir þá þarf númer deildar að koma fram í þessum reit.
Muna að haka í Is Active áður en vistað er.
2. Næst þarf að setja upp alla þá yfir flokka (accounting categories) sem á að tengja við DK :
Settings - Finance - Accounting Categories - Add new accounting category.
Tengja þarf external code við vörunúmer í Dk (ef vörunúmer er ekki nú þegar til þá þarf að stofna það í DK)
Svona gæti varan hótel gisting (accommodation) litið út í DK, sjá mynd. Í þessu dæmi myndi external code í Booking Factory vera ROOM
3. Tengja þarf númer greislumáta í DK við external code greiðslumáta í Booking Factory.
Númer greiðslumáta má nálgast undir:
sölureikningar - verslunareining - greiðslumátar
4. Hengja réttann accounting category á Extras í Booking Factory
Settings - Hotel Content - Extras.
Hægt er að hafa extras yfirflokka sem tengdir eru við accounting category.
Hver og einn stakur extra (aukahlutur) er síðan tengdur við extra yfirflokk.
5. Hengja réttann accounting category á custom payment types í Booking Factory
Settings - Finance - Custome Payment Type - klikka á edit og hengja réttan accounting category við payment type.
6. Hengja réttann accounting category á verðskrár í Booking Factory.
Þegar nýtt verðplan er búið til þá þarf að hengja accounting category við hvert og eitt verð plan, þetta er neðst undir Accounting Category
Settings - Inventory - Rate Plans
Flæði reikninga frá Booking Factory yfir til DK
Til þess að senda svo sölureikningana úr Booking Factory yfir í DK þarf að gera folio að receipt - það er gert á bókunarspjaldi viðskiptamanns í FOLIOS flipanum - ef allt er rétt á sölureikning er klikkað á Create Receipt
Til þess að skoða alla þá sölureikninga sem búið er að senda yfir í DK er farið í Reports - Folio Report.
Ef allt fór rétt yfir í DK er grænn log punktur við accounting system sync status og reikningurinn ætti að vera í DK.
Ef enginn punktur er til staðar þá er ekki búið að senda sölureikninginn úr Booking Factory yfir í DK.
Ef að rauður log punktur birtist þá er einhver villa sem hefur átt sér stað og hægt er að klikka á punktinn til þess að sjá hver skýringin er, þá er hægt að laga það sem var ranglega stillt og klikka svo á send accounting receipt aftur.
Was this article helpful?
That’s Great!
Thank you for your feedback
Sorry! We couldn't be helpful
Thank you for your feedback
Feedback sent
We appreciate your effort and will try to fix the article