Kæri notandi Booking Factory.
Greiðslugáttin þín er að hætta að taka við greiðslum sem ekki falla undir 3DS ferlið. Þarna! Ég sagði það. Svo einfalt er það. Hingað til hefur það verið í höndum útgefanda korta og bankanna sem höndla með þau að kalla eftir þessu ferli fyrir kortahafann og hefur það haft í för með sér alls konar höfuðverk fyrir viðskiptavini okkar þar sem það liggur ekki alltaf á tæru hvern er við að sakast þegar ekki tekst að rukka kort gestanna. Nú er komið að því að allir aðilar munu spila eftir þessum reglum og fögnum við því að leikreglurnar séu þá skýrar fyrir alla. En það getur þýtt að ferlarnir sem þú hefur notað hingað til, séu barn síns tíma og þú verðir að aðlagast nýju umhverfi að einhverju leyti.
Við skulum skoða þessi mál hér.
Hvað er 3DS greiðsla?
Það er einfaldlega þegar korthafi greiðir ákveðna upphæð fyrir vöru eða þjónustu um leið og hún er pöntuð með notkun á öruggu ferli sem yfirleitt felur í sér sannvottun á færslunni með sms-skilaboði.
Hvað er EKKI 3DS greiðsla?
Allar greiðslur sem teknar eru án samþykkis kortahafa með þessu ferli.
Hverju gætir þú þurft að breyta til að tryggja að þú sért að sækja greiðslur löglega?
Ef þú hefur verið að nota "charge card" takkann í Payments flibbanum okkar, þá er það óörugg greiðsla.
Ef þú rukkar EKKI beinar bókanir við bókun og sækir greiðslu svo síðar útfrá vistuðum upplýsingum, þá er það óörugg greiðsla.
Ef þú ert að nota Reactions-fítus kerfisins til að sækja greiðslur á kort sem búið er að sannvotta við bókun, þá er það óörugg greiðsla.
Í rauninni er hægt að segja að gamli mátinn að geyma kortanúmer með hvers konar hætti er orðið gagnslaust þar sem korthafinn þarf alltaf að samþykkja hverja færslu í rauntíma, hvort sem þú situr á kortaupplýsingunum eða ekki.
Hvernig gætir þú þurft að bregðast við til að tryggja öryggi færslna þinna með 3DS ferlinu?
Einfaldasta leiðin er að breyta afbókunarskilmálum þínum fyrir beinar bókanir þannig að allt sé greitt við bókun og svo sé hægt að fá endurgreitt skv. þeim skilmálum sem þú setur fyrir hvern verðflokk fyrir sig. Alveg eins og flest flugfélög gera í dag.
Ef það ferli er þér móti skapi, getur þú látið kerfið okkar senda svokallað Payment Request þegar ákveðinn fjöldi daga er í komu gestanna, yfirleitt í samræmi við afbókunarskilmálanna. Segjum að þú sért með 7 daga afbókunarskilmála, þá væri hægt að stilla tölvupóst þannig af hann hann sendi Payment Request/greiðslubeiðni á tölvupóstfang viðskiptavinarins og biður um að þeir setji kortaupplýsingar sínar og samþykki greiðslu um leið. Ef viðskiptavinurinn bregst ekki við þessum pósti, fer greiðsla ekki fram og þá þarf eftirfylgni með málinu ef ekki á að koma til greiðslu við komu.
Vinsamlegast athugið að hvort sem þú hafir kortaupplýsingar gestsins undir höndum eða ekki, þá verður ekki hægt að rukka neitt nema með því að gesturinn setji inn sínar upplýsingar og samþykki færslu uppá ákveðna upphæð. Það er áfram tilfellið þó að greiðsla hafi farið fram einu sinni. Kortaupplýsingarnar vistast en þér er í raun óheimilt að sækja greiðslu aftur án samþykkis viðskiptavinarins.
Síðasti kosturinn er auðvitað að fá greiðslur í gegnum posa á staðnum með innstimplun PIN númers gestsins. Þetta er örugg greiðsla en mun augljóslega ekki skila neinum afbókunargjöldum eða greiðslum fyrir þá sem koma ekki (No Show) á staðinn til að greiða en eiga skv. afbókunarskilmálum að greiða fyrir plássið.
Á þetta við allar greiðslukortafærslur?
Tæknilega er það tilfellið, já. En ef þú ert að nota svokölluð virtual kort til að taka við greiðslum frá sölurásum á borð við Booking.com og Expedia, þá er hægt að segja að sökum þess hver viðskiptavinurinn er, getur þú treyst því að þú fáir greitt fyrir gistinguna þó að farið sé framhjá 3DS ferlinu í þeim tilfellum. Þú ættir því að geta haldið óbreyttu ferli á þeim greiðslum sem eru gerðar á virtual kort fyrir. Það má einnig búast við því að þessar rásir færi sig enn meira frá svokölluðum "Hotel Collect" bókunum og inn í greiðsluferlið til að tryggja öryggi sitt.
Við viljum auðvitað koma því skýrt til skila að hér er ekki um að ræða ákvörðun Booking Factory eða Origo hf. um að breyta ferlunum heldur erum við að láta viðskiptavini okkar vita af breytingum sem hafa verið nokkurn tíma á leiðinni og eru nú orðnar að veruleika. Þó að þetta geti valdið einhverjum höfuðverk til að byrja með, fögnum við því að kerfið okkar hefur tólin til að einfalda þessa ferla fyrir viðskiptavini okkar, sérílagi með Payment Request/Greiðslubeiðni fítusinn. Þegar þetta er allt komið í fullan gang má búast við að allir verði sáttari en áður og handavinnan við að eltast við greiðslur eða útskýringar vegna endurkrafa heyra sögunni til.
Ef eitthvað í þessari grein á óljósu eða þú þarft ferkari leiðbeiningar og ráðgjöf með hvað þú þarft að gera, hafðu endilega samband við okkur og við tökum slaginn með þér.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina